31. janúar 2005

Ungt fólk í Evrópu - kynningarfundur.

Þriðjudaginn 1. febrúar verður landsskrifstofa ungs fólks í Evrópu með kynningu á styrkjaáætlun á vegum Evrópusambandsins fyrir ungt fólk á aldrinum 15 - 25 ára hérna í Vestm

Þriðjudaginn 1. febrúar verður landsskrifstofa ungs fólks í Evrópu með kynningu á styrkjaáætlun á vegum Evrópusambandsins fyrir ungt fólk á aldrinum 15 - 25 ára hérna í Vestmannaeyjum.

Ungt fólk í Evrópu veitir styrki til ungmennahópa til að taka á móti eða heimsækja jafnaldra í Evrópu.  Kynningin verður í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar kl. 16.30  -17.30.  Ungmenni og stjórnendur félagasamtaka ungmenna eru hvött til að mæta og kynna sér málin og hvaða möguleika felast í þessum áætlunum.  Aðilar héðan úr Eyjum koma og segja frá reynslu sinni af þessu programmi.

Ungt fólk í Evrópu (UFE) er styrkjaáætlun á vegum Evrópusambandsins. Alls eru 30 Evrópulönd aðilar að UFE áætluninni.

Ungt fólk í Evrópu is the Icelandic national agency for the YOUTH programme of the European Commission.

Ungt fólk í Evrópu er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins en Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sér um framkvæmd áætlunarinnar

Sjá nánar www.uef.is

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar / MTV


Jafnlaunavottun Learncove