10. júní 2004

Unglingavinnan hafin.

Götuleikhús nú í fyrsta sinn sem val, vikulegar uppákomur í bænum.   Hin árlega unglingavinna hjá Vestmannaeyjabæ hófst síðasliðin mánudag. Alls
Götuleikhús nú í fyrsta sinn sem val, vikulegar uppákomur í bænum.
 
Hin árlega unglingavinna hjá Vestmannaeyjabæ hófst síðasliðin mánudag. Alls eru rúmlega 250 börn og unglingar sem sækja vinnu og námskeið á vegum Vestmannaeyjabæjar í sumar. Í byrjun júní hófu 13 flokkstjórar vinnu á viku löngu námskeið um skyndihjálp, fræsðlu frá vinnueftirliti og fleirra. Yfirflokkstjóri að þessu sinni er Sigurbjörg Yngvadóttir.
 
Fyrir þau yngri í 4.- 8. bekk er í boði kofaleikvöllur sem hefst í júlí, spröngukennsla, ævintýra og útivistarnámskeið og skólagarðar. En á eldri stigum er boðið uppá að velja um nokkur aðstoðarstörf, sem meðal annars eru í íþróttamiðstöð, leikskólum, byggðasafni og gæsluvelli. Einnig eru unglingar frá unglinavinnunni við ýmis störf hjá íþróttafélögunum ÍBV, Óðni og Golfklúbbi Vestmannaeyja.
 
Götuleikhús er nú í fyrsta skipti sem val og munu þeir unglingar sem eru í því standa fyrir uppákomum í sumar. Fyrsta uppákoman er í dag milli 14 og 15 í bænum. Yfirmaður götuleikhús er Ástþór Ágústsson en hann ásamt Hrund Scheving og Selmu Ragnarsdóttir sóttu námskeið hjá Ólafi Guðmundssyni leiklistarkennara um síðustu helgi. En Ólafur hefur stjórnað götuleikshúsi á vegum Reykjavíkurborgar síðustu tvö ár. Götuleikhúsið mun einnig sjá um fleirri uppákomur í sumar.
 
Í sumar verða einnig sérstakir fræðsludagar á vegum unglingavinnunar og sérstakur fjölmiðlahópur sem mun gefa út fréttabréf unglingavinnunar, halda úti heimasíðu sem opnuð verður í næstu viku og stutta heimildarmynd um vinnuskólann.
 
Með Kveðju
Jóhann Guðmundsson
Yfirmaður unglingavinnunar

Jafnlaunavottun Learncove