Unglingatónleikar í kvöld. Páskaganga, Bára Gríms og Teddi á morgun.
Hljómsveitirnar Ráðlagður dagskammtur, sem er eingöngu skipuð stúlkum, Memphis og Stillbirth og fleiri á Prófastinum kl. 20:30 - 23:30 í kvöld.
Hljómsveitirnar Ráðlagður dagskammtur, sem er eingöngu skipuð stúlkum, Memphis og Stillbirth og fleiri á Prófastinum kl. 20:30 - 23:30 í kvöld.
Við litum inn á æfingu í dag og var mikill hugur í mönnum. Féló og Gullrót standa fyrir þessum tónleikum og er miðaverð kr. 500.
Góð mæting var á ljósmyndasýningu Hólmsteins Snædals á Uppgefnum nytjahlutum á Hraunbúðum í dag og voru vistmenn og aðrir gestir mjög ánægðir með framtakið. Vistmenn og gestir ræddu lengi við listamanninn eftir sýninguna. Hólmsteinn færði Vestmannaeyjabæ þakkir og gaf eitt verkanna Byggðarsafninu, verkið Bátaspil. Þökkum við honum kærlega fyrir og komuna hingað með þessa skemmtilegu sýningu sprottna upp úr alþýðulist eins og hún gerist best.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs.