Ung i Norden - listahátíð ungs fólks á Norðurlöndum
Tveir fulltrúar frá Vestmannaeyjum.
Ung i norden er er menningar- og listahátið ungs fóks á Norðurlöndunum, haldin annað hvert ár. Nú í ár er hún haldin í Hurup í Danmörku dagana 28. júní til 4. júlí. Tuttugu ungmennum var boðið að koma frá Íslandi þar af eru tveir fulltrúar frá Vestmannaeyjum þau Barbara Hafdís Þorvaldsdóttir og Bjarki Þór Sigvardsson.
Ungmennin vinna í listasmiðjum sem þau hafa sjálf valið sér. Í þessum smiðjum er t.d. kennd leiklist, dans, tónlist, stomp, teiknimyndagerð, kvikmyndagerð, dans, myndlist og skúlptúrgerð. Kennarar smiðjanna eru allir hinir færustu atvinnumenn í sínum greinum.
Á kvöldin eru svo kvöldvökur þar sem hvert land sýnir eitt eða fleiri atriði sem hópur þess hefur samið fyrir hátiðina. Íslenski hópurinn mun einnig sýna stórt sameiginlegt atriði sem þau æfðu um borð í Norrænu á leiðinni til Danmerkur.
Hápunktur hátíðarinnar er svo laugardaginn 3. júlí þar sem öll ungmenni hátíðarinnar sýna afrakstur vinnu sinnar hér og þar um Hurup með sínum smiðjum í einni stórri listahátíð sem verður opin almenningi.
Andri Ómarsson er verkefnisstjóri en Sara Guðmundsdóttir listrænn stjórnandi, Árni Guðmundsson æskulýðsfulltrúi í Hafnarfirði leiðir vinnuna í samvinnu við Menntamálaráðuneytið.
Hópurinn er með heimasíðu á meðan þau eru úti slóðin er http://unginorden.blogspor.com
Fræðslu- og menningarsvið