26. júní 2005

Undirbúningur goslokahátíðar.

Skvískusund, flöskuskeyti, Malla króin og mannlífsþættir Sigurgeirs í Gvendarhúsi, miðnætursigling, leiklist,golf, dagur Sparisjóðsins, íþróttir og fleira.Goslokahátíðin 2005 verður nú haldin með hefðbun

Skvískusund, flöskuskeyti, Malla króin og mannlífsþættir Sigurgeirs í Gvendarhúsi, miðnætursigling, leiklist,golf, dagur Sparisjóðsins, íþróttir og fleira.

Goslokahátíðin 2005 verður nú haldin með hefðbundnu sniði. Sú venja hefur skapast að halda veglega upp á þessi tímamót á 5 ára fresti, og næsta stórafmæli verður því 2008 á 35 ára afmælinu. Hefðbundin dagskrá er þar á milli og miðast við afmælisdaginn 3. júlí eða þá helgi sem næst honum stendur.

Dagskráin hefst á föstudeginum 1.júli með opnun samsýningar listamanna frá Vestmannaeyjum og fleiru, síðan verður ýmislegt til skemmtunar á laugardeginum sem nær hámarki sínu í Skvísusundinu þar sem hinir hefðbundnu skemmtikraftar verða Lalli og co, Eymenn, Árni Johnsen, Harmónikkufélagið og fl. Leikfélagið lætur sjá sig, Möllu króin verður opin og þar mun Sigurgeir Jónsson flytja mannlífsþátt, nú dagur Sparisjóðsins er á sínum stað, Fiska-og náttúrugripasafnið mun sjá um að flöskuskeytin verði útbúin fyrir börnin og miðnætursigling umhverfis Surtsey er í bígerð. Dagskráin verður kynnt nánar í byrjun vikunnar.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove