13. febrúar 2025

Umsjónarmaður skólahúsnæðis

GRV Barnaskóli óskar eftir að ráða Umsjónarmann skólahúsnæðis

Umsjónarmaður skólahúsnæðis hefur umsjón með húsnæði Barnaskólans, sinnir viðhaldi á þeim og er öryggisvörður á svæði skólans. Einnig hefur starfsmaðurinn umsjón með tækjum og búnaði skólans, tekur á móti aðföngum og sinnir innkaupum. Starfsmaðurinn er með yfirumsjón með ræstingum og verskstýrir starfsfólki ræstinga. 

Vinnutíminn er sveigjanleg dagvinna, ýmis viðvik eru utan hefðbundins vinnutíma. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf frá 6. mars 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Umsjónarmaður skólahúsnæðis er með skrifstofu og vinnuaðstöðu í Barnaskólanum og vinnur náið með stjórnendum og öðru starfsfólki Barnaskólans.

Helstu verkefni

  • Fylgist náið með ástandi hús, lóða, innanstokks- og húsmuna og sér um almennt viðhald þessara þátta.
  • Hefur yfirumsjón með ræstingum og verkstýrir starfsfólki ræstinga.
  • Er tengiliður við umsjónarmann fasteigna hjá Vestmannaeyjabæ.
  • Undirbýr starfsemi skólans að morgni m.t.t. aðgengis og fleira og sér um lokun húsnæðisins.
  • Fer með umsjón öryggismála skólahúsnæðis, lóðar og kemur að skipulagi neyðaráætlana í samvinnu við öryggistrúnaðarmann.
  • Sér um innkaup og aðdrætti að rekstrarvörum og ýmsum gögnum skólanna í samráði við stjórnendur, skólaritara og skólaliða. 

Menntunar- og/eða hæfniskröfur

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkstjórn og iðnaðarvinnu er kostur.
  • Frumkvæði og metnaður í starfi. 
  • Jákæðni og sveigjanleiki í samskiptum við bæði fullorðna og börn.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Starfsmaðurinn þarf að vera ábyrgur og stundvís.

____________________________________________________________________________

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá Einar Gunnarssyni, skólastjóra GRV Barnaskóla í síma 488-2300 eða í tölvupósti: einargunn@grv.is

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og með umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.

Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á forstöðumann. Slóðin á umsóknar hnappinn er: https://www.vestmannaeyjar.is/thatttaka/umsoknir/

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2025.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.


Jafnlaunavottun Learncove