2. desember 2004

Um réttindi iðnaðarmanna

Tilkynning frá Skipulags- og byggingarfulltrúaÞar sem borið hefur á því undanfarin misseri að réttindalausir aðilar taki að sér verkefni sem samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 heyra undir eftirlit sk

Tilkynning frá Skipulags- og byggingarfulltrúa
Þar sem borið hefur á því undanfarin misseri að réttindalausir aðilar taki að sér verkefni sem samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 heyra undir eftirlit skipulags- og byggingarfulltrúa, eru háð leyfi bæjaryfirvalda og tilskilinna réttinda iðnmeistara, vill Skipulags- og byggingarfulltrúi koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

 Einungis þeir iðnmeistarar sem hlotið hafa löggildingu eða staðbundna viðurkenningu geta tekið að sér verkþætti og borið ábyrgð á, gagnvart byggingaryfirvöldum og byggjanda, að þeir séu unnir í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, verklýsingar og lög og reglugerðir.

Um ábyrgðarsvið iðnmeistara vísast að öðru leyti til reglugerðar um löggildar iðngreinar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi.
Nafnalisti yfir iðnmeistara sem heyra undir bygginga- og mannvirkjagreinar og hafa skráð lögheimili í Vestmannaeyjum er hægt að vitja á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa að Tangagötu 1 á opnunartíma skrifstofu eða hér á vef Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove