Tónlistarmenn athugið
Menningarmálanefnd auglýsir eftir ungum áhugasömum tónlistarmönnum sem vildu koma fram sem fulltrúar Vestmannaeyja á tónlistarhátíðinni G-festival í Götu í Færeyjum dagana 16.-18. júlí í sumar.
Menningarmálanefnd auglýsir eftir ungum áhugasömum tónlistarmönnum sem vildu koma fram sem fulltrúar Vestmannaeyja á tónlistarhátíðinni G-festival í Götu í Færeyjum dagana 16.-18. júlí í sumar.
G-festival er stærsta tónlistarhátíð í Færeyjum, þar sem höfuðáherslan er lögð á popp-, rokk- og trúbadoratónlist og á hverju ári koma þar fram yfir 30 flytjendur. Í fyrra komu þar t.d. fram íslensku hljómsveitirnar Ensími og Úlpa. Heimasíða hátíðarinnar er ; www. gfestival.com
Ferðin verður þátttakendum að mestu leyti að kostnaðarlausu en þeir gætu þurft að taka þátt í einhverjum hluta af ferðakostnaði. Nánari upplýsingar gefur Sigurgeir Jónsson, menningarfulltrúi í síma 488-2000, netfang: sigurgeir@vestmannaeyjar.is.
Þeir sem hafa áhuga fyrir þessu þurfa að senda umsóknir fyrir 20. mars nk. til:
Menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar
Ráðhúsinu
902 Vestm. G-festival
Menningarmálanefnd.