Tómstunda hlaðborð
Laugardaginn 5. apríl mun Vestmannaeyjabær standa fyrir tómstunda- og íþróttahlaðborði í sal íþróttamiðstöðvarinnar.
Dagurinn verður frá kl. 10-13 (tímasetning getur breyst lítillega) þar sem öll íþrótta- og, æskulýðsfélög, félagasamtök og einstaklingar sem bjóða upp á uppbyggilegt tómstundastarf hafa kost á að kynna sitt starf.
Við höfum sent út tölvupóst á mörg félög og einstaklinga en vitum að það eru pottþétt einhverjir sem að hafa ekki ratað á blað hjá okkur. Því má endilega hafa samband við Eyrúnu (eyrunharalds@vestmannaeyjar.is) ef einhverjir vilja vera með eða vilja fá frekari upplýsingar.
Markmiðið er að reyna að ná til sem flestra einstaklinga á öllum aldri og virkja til þátttöku sem vonandi leiðir af sér aukna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi hefur margvísleg jákvæð áhrif fyrir einstaklinga og er þetta vettvangur fyrir íbúa til að kynna sér það sem í boði er.
Fyrirmyndirnar að þessu verkefni eru Starfakynningin sem haldin hefur verið í nokkur skipti í Vestmannaeyjum og Tómstundamessa Árborgar.
Eyrún Haraldsdóttir
Verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála