Tilnefning til hvatningarviðurkenningar
Hvatningarviðurkenning Nýsköpunarstofu Vestmanneyja verða veitt í fyrsta sinn við opnun Nýsköpunarstofu, sem fyrirhugað er um miðjan maí n.k. Markmiðið með viðurkenningunni er að heiðra þann aðila, einstakling, fyrirtæki, stofnun, félagasamtök eða stjórnvald, sem að mati sérstakrar dómnefndar væri best að slíkri viðurkenningu komin fyrir þor og dugnað við eflingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum og/eða hafi verið atvinnulífi í Vestmannaeyjum sérstök hvatning eða fyrirmynd.
Nú er komið að því að velja í fyrsta sinn handhafa viðurkenningarinnar fyrir árið 2004. Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja er það metnaðarmál að standa vel að vali þess sem heiðurinn skal hljóta. Því er leitað til bæjarbúa um að tilnefna aðila sem fellur undir skilgreininguna hér að ofan og þykir helst koma til greina.
Stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja fer þess hér með á leit við bæjarbúa að þeir tilnefni þann aðila sem þeim þykir eiga viðurkenningu skilda samkvæmt reglum hér að ofan. Einnig biðjum við um að tilgreint verði hvers vegna viðkomandi aðili er vel að heiðrinum kominn. Dómnefnd mun síðan fara yfir innsendar tilnefningar og velja úr þeim.
Tilnefninguna ásamt rökstuðningi má senda með tölvupóst á nyskopun@vestmannaeyjar.is eða Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, Strandaveg 50, 900 Vestmannaeyjar.
Lokafrestur innsendinga er 5. maí 2004.
Með kærri kveðju
fh. Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja
Sigurjón Haraldsson, forstöðumaður.