Tillaga að breyttu Deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á skipulagi við Miðgerði
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 18. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Austurbæjar vegna breytinga á skipulagi við Miðgerði.
Skipulagsgögnin eru auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið Vestmannaeyjabæjar er að ný byggð myndi samfellt og eðlilegt framhald af aðliggjandi byggð og bjóði upp á eftirsóknarverða íbúðarreiti. Vanda skal sérstaklega til verka við hönnun bygginga á svæðinu þar sem verið er að byggja inn í rótgróið hverfi.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 11 íbúðum í 13 íbúðir. Ger er ráð fyrir lóðum fyrir raðhús við Helgafellsbraut, tveim lóðum fyrir parhús og sex lóðum fyrir einbýlishús í nýrri götu Miðgerði. Byggingarmagn er eftirfarandi:
- Raðhús = Þrjár einingar, hámarks byggingarmagn 170 m2 hver íbúð, 1 hæð,
- Tvíbýli = 2 hús, tvær einingar hvert, hámarks byggingarmagn 180 m2 hver eining, 2 hæðir,
- Einbýlishús = 6 hús, hámarksbyggingarmagn 280 m2, 2 hæðir (sunnan við veg) eða hæð og kjallari (norðan við veg).
Legu á götunnar er breytt til að sneiða hjá fornminjum á svæðinu.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi hefur grenndaráhrif fyrir núverandi íbúðir við Litlagerði og Stóragerði en til að draga úr þeim áhrifum hefur umfang byggingarreita verið minnkað, leitast við að tryggja fjarlægð á milli bygginga og settir hámarks þakkkótar. Leikvöllur sem gert er ráð fyrir á svæðinu minnkar en þess í stað verður grænt svæði þar sem grafnar eru húsminjar sem Minjastofnun Íslands metur að hafi hátt verndargildi.
Skipulagsgögn eru aðgengileg á skipulagsvefsjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Tillaga að deiliskipulagi er auglýst á tímabilinu 21. mars til 2. maí 2025.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagstillögu þarf að skila skriflega í afgreiðslu Ráðhúss Vestmannaeyja eða í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar til og með 2. maí 2025.