Staðan á viðhaldi og endurnýjun á innilauginni
Kæru sundlaugagestir,
Framkvæmdir vegna viðhalds á hreinsikerfi innilaugar hafa reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi.
Upphaflega var áætlað að verklok yrðu í byrjun desember, en vegna þessarar tafar er nú áætlað að innilaugin opni aftur í lok janúar.
Útisvæðið (útilaugar, heitir pottar og gufa) verður opið á meðan framkvæmdum stendur, samkvæmt venjulegum opnunartíma, og hvetjum við gesti til að nýta sér það til fulls.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur fyrir sýnda þolinmæði og tillitssemi á meðan á framkvæmdum stendur.

