Tilkynning til sundlaugagesta
Lokun vegna viðhalds á hreinsikerfi
Kæru sundlaugagestir,
Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar.
Reiknað er með að framkvæmdir taki um 6 vikur, og stefnt er að því að opna innilaugina aftur í byrjun desember.
Útisvæðið verður opið á meðan framkvæmdum stendur, og hvetjum við gesti til að nýta sér það.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur fyrir sýnda tillitsemi.