22. maí 2025

Tilkynning frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar

Áætlað er að malbikunarframkvæmdir fari fram þann 26. maí - 29. maí nk. 

Malbikað verður m.a. á eftirfarandi svæðum:

  • Strandvegur
  • Tangagata
  • Heiðarvegur
  • Smáragata
  • Flatir
  • Kleifar

Við hvetjum íbúa eindregið til að fjarlægja bifreiðar af ofangreindum götum og halda þeim auðum á meðan undirbúningur og framkvæmd malbikunar fer fram. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja örugga og skjótvirka vinnu.

Við biðjum ykkur að sýna tillitssemi og þolinmæði á meðan á framkvæmdunum stendur.

Nánari upplýsingar um staðsetningar framkvæmda má finna á meðfylgjandi mynd.

VEST-LOFTM-MALBIK_2025

Kær kveðja,
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar


Jafnlaunavottun Learncove