Tilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu – Númerislausir bílar í Vestmannaeyjum
Heilbrigðiseftirlitið hefur farið í úttekt á númerislausum ökutækjum í Vestmannaeyjum.
Þeir bílar sem fundust án skráningarnúmers hafa verið merktir og eigendum þeirra gefinn frestur til 13. október 2025 til að bregðast við.
Eigendur eru hvattir til að fjarlægja bíla sína eða koma þeim í löglegt horf fyrir þann tíma.
Að fresti loknum verður ráðist í að fjarlægja númerislausu bílana á kostnað eigenda, og verða þeir settir í geymslu þar til þeir eru leystir út gegn greiðslu gjalds.