Tilkynning frá Almannavarnanefnd
Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til Eyja.
Fram kom á fundinum að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa málið til skoðunar
telja sig þurfa fleiri daga til viðbótar til að meta ástand leiðslunnar og
möguleikum á viðgerð. Að því loknu verður líklega unnt að gefa formlega út
hvernig staðan er á lögninni og hver næstu skref yrðu.
Um leið og nánari upplýsingar liggja fyrir verður boðað til næsta fundar aðila.
Almannavarnanefnd
Vestmannaeyja
HS-Veitur