31. janúar 2005

Þróunarverkefni um aukna hreyfingu leikskólabarna.

Þróunarverkefni um aukna hreyfingu leikskólabarna er að hefjast að tilstuðlan Fræðslu og menningarsviðs.Jóhann Ingi Guðmundsson íþróttakennari hefur komið til samstarfs við Fræðslu- og menningarsvið um að sjá um íþr

Þróunarverkefni um aukna hreyfingu leikskólabarna er að hefjast að tilstuðlan Fræðslu og menningarsviðs.
Jóhann Ingi Guðmundsson íþróttakennari hefur komið til samstarfs við Fræðslu- og menningarsvið um að sjá um íþróttakennslu fyrir leikskólabörn á síðasta ári sínu í leikskólunum.
Leikskólabörn fædd 1999 fara einu sinni í viku næstu 10 vikurnar í íþróttahúsið til Jóhanns Inga ásamt leikskólakennurum honum til aðstoðar, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu.
Þetta verkefni er m.a. tilkomið vegna mikillar almennrar umræðu um aukna kyrrsetu barna og unglinga og er þetta okkar framtak til þess að auka hreyfingu og heilbrigt líferni. Einnig er þetta ágætt innlegg inn í fyrirhugaða samvinnu og umræðu við verkefni Lýðheilsustöðvarinnar,en eins og menn vita er fyrirhuguð kynning hérna á verkefninu á næstunni.

Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi           .

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove