16. maí 2005

Þróunarsjóður leikskóla árið 2005

Þróunarsjóður leikskóla starfar samkvæmt reglum nr. 163/2001 sem settar eru á grundvelli 5. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla. Tilgangur sjó

Þróunarsjóður leikskóla starfar samkvæmt reglum nr. 163/2001 sem settar eru á grundvelli 5. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í leikskólastarfi.

Í janúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum:

A. Starf með yngri börnum í leikskóla.

B. Lýðræði í leikskólastarfi.

Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.

Þriggja manna úthlutunarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri, Félagi leikskólakennara og menntamálaráðuneytinu. Umsýsla með Þróunarsjóði leikskóla er í höndum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu úthlutunarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 2.900 þús. kr. til samtals 8 verkefna.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leikskóla skólaárið 2005-2006:

StyrkþegiHeiti verkefnisUpphæð
Háskólinn á Akureyri Guðrún Alda Harðardóttir og Sigríður Síta PétursdóttirLengi býr að fyrstu gerðkr.1.000.000
Hjallastefnan ehf.Nemendastýrð framkvæmd vals í leikskólastarfi Hjallastefnunnarkr.500.000
Leikskólaskrifstofa KópavogsNámskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogsbæjar, með sérstakri áherslu á lýðræði barnanna.kr.400.000
Leikskólinn HoltLifandi lestur, framhaldkr.100.000
Leikskólinn LyngholtNám í gegnum íþróttirkr.250.000
Leikskólinn PálmholtEinn, tveir og byrja! - Námsefni fyrir þau yngstukr.250.000
Leikskólinn TröllaborgirAukin gæði náms - þróunarstarf í leikskólanum Tröllaborgumkr.200.000
SeljaborgFélagsfærninám, sjálfstæðir einstaklingarkr.200.000
Samtalskr.2.900.000


Jafnlaunavottun Learncove