3. mars 2005

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kemur til Eyja.

Ráðherra heimsækir skóla, söfn og stofnanir Vestmannaeyjabæjar. Áætlað er að embættismenn bæjarins taki á móti menntamálaráðherra og fylgdarliði kl. 08:30 á

Ráðherra heimsækir skóla, söfn og stofnanir Vestmannaeyjabæjar. Áætlað er að embættismenn bæjarins taki á móti menntamálaráðherra og fylgdarliði kl. 08:30 á Vestmannaeyjaflugvelli í fyrramálið og ekið verður niður á Skanssvæðið og gestum sýndur staðurinn. 

Þaðan verður haldið í Ráðhús Vestmannaeyja og þar hittir ráðherra að máli Berg Ágústsson bæjarstjóra, Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa og formann skólamálaráðs Elsu Valgeirsdóttur. 

Síðan verður haldið út í Hamarskóla þar sem skólstjórinn Halldóra Magnúsdóttir sýnir skólann og þaðan verður haldið upp í Framhaldsskóla.  Þar mun ráðherra funda með starfsmönnum og skólanefnd FÍV og nemendum. 

Eftir það verður haldið niður í Rannsókna- og fræðisetrið á Strandvegi 50. Ráðherra mun funda með fulltrúum HÍ, Visku, RF, Náttúrustofu og Nýsköpunarstofu um háskólanám og símenntun.

Í hádeginu hittir ráðherra bæjarstjóra og bæjarfulltrúa í Safnahúsinu.  Kristín Jóhannsdóttir menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, Nanna Þóra Áskelsdóttir forstöðumaður Safnahúss og Hlíf Gylfadóttir safnvörður Byggðasafn taka á móti gestum og þeim verður sýnt Byggðarsafnið.  

Eftir hádegið verður síðan haldið upp í Barnaskóla Vestmannaeyja í fylgd fræðslufulltrúa og tekur skólastjórinn Hjálmfríður Sveinsdóttir á móti ráðherra, sem mun skoða elsta hluta skólans og opna formlega vef.

Ráðgert að heimsókn ráðherra og fylgdarliðs hingað til Eyja ljúki kl.13:00.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove