Þjónustukjarni fyrir fatlað fólk
Óskað er eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk í 50% starfshlutfall.
Unnið er á sólahringsvöktum alla virka daga, á kvöldin og aðra hvora helgi. Ráðningartímabilið er frá 11. júní - 15. ágúst.
Hlutverk Þjónustukjarnans er að veita íbúum stuðning og leiðsögn í öllu er varðar persónulega hagi og heimilisrekstur svo sem þrifnað, þvott, matreiðslu, innkaup og annað samkvæmt starfslýsingu. Einnig skal þeim veittur stuðningur í tómstundastarfi og fá fylgd s.s. til lækna, í klippingu o.s.frv.
Helstu verkefni
- Starfsmaður sér um almenna umönnun skjólstæðinga vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á. Nálægð við þjónustuþega er mikil.
- Önnur verkefni eru heimilisstörf s.s. þvottar, þrif, matargerð o.fl.
Hæfniskröfur
• Reynslu og áhuga á að vinna með fötluðu fólki kostur.
• Góð samskiptafærni og þjónustulund.
• Frumkvæði og samviskusemi.
• Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
____________________________________________________________________________
Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Ósk Þórðardóttir í síma 481-1211/ 866-9480 og ingibjorgosk@vestmannaeyjar.is
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið ingibjorgosk@vestmannaeyjar.is
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí