18. nóvember 2008

Þjónustugæði í ferðaþjónustu

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur nú sett á vefinn nýtt vefnám um þjónustugæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra. Að ýmsu þarf að huga þegar grunnur er lagður að rekstri fyrirtækja og eitt af því allra mikilvægasta eru þjónustugæði. Vefnám Impru í þjónustugæðum í ferðaþjónustu fjallar um grundvallaratriði þjónustugæða á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt.

Um er að ræða tvær útgáfur af vefnáminu, annars vegar fyrir stofnendur eða framkvæmdastjóra fyrirtækjanna og hins vegar starfsmenn þeirra. Vefnámið er öllum opið og er hægt að nálgast það á www.impra.is  undir námskeið.
http://www.nmi.is/impra/namskeid/thjonustugaedi-i-ferdathjonustu/

 

Einnig er á vef Impru boðið upp á ný reiknilíkön til að gera rekstrar- og fjárhagsáætlanir. Reiknilíkönin eru þrenns konar,
Hugmyndalíkan sem ætlað er fyrir byrjendur í gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana og þá sem vilja á fljótlegan og þægilegan hátt setja upp áætlun.
Grunnlíkan sem bíður upp á áætlun til þriggja ára og hefur verið í boði hjá Impru undanfarin ár.
Til viðbótar er síðan komið Rekstrarlíkan sem er ætlað fyrir starfandi fyrirtæki eða flóknari rekstur til 5 ára. Með því líkani er boðið upp á rafrænt námskeið um gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana. Líkönin eru á www.impra.is  undir Reiknilíkön.


Jafnlaunavottun Learncove