11. febrúar 2021

Þjónustufulltrúi á skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs, Rauðagerði. Um er að ræða 80% starf.

Skrifstofa fjölskyldu- og fræðslusviðs sinnir þjónustu, eftirliti og umsjón með verkefnum félagsþjónustu, uppeldis- og fræðslumála og æskulýðs- og íþróttamála.

Starf þjónustufulltrúa er afar fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum, utanumhald umsókna og sérhæfðra verkefna, afgreiðsla, símsvörun, móttaka gesta og þjónustuþega, annast póst, aðstoðar við afgreiðslu mála, gagnavarsla, ljósritun, skönnun skjala, innkaup, undirbúningur funda o.fl.

Hæfniskröfur:

Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni, viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, nákvæmur, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

  • Krafa um stúdentspróf eða sambærilegu prófi.
  • Reynsla af skrifstofustörfum er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði.
  • Kunnátta í ensku er æskileg.
  • Góð tölvukunátta er nauðsynleg

Reynsla af störfum innan stjórnsýslu eða sambærilegum störfum eða starfsreynsla tengt málefnum fjölskyldu- og fræðslusviðs er kostur.

Ráðningar og kjör:

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun taka mið af kjarasamningi STAVEY/Drífanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknir:

Umsóknir ásamt ferilská með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist til Jóns Péturssonar eða á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is mánudaginn 15. febrúar 2021, merkt „Þjónustufulltrúi 2021“. Vestmannaeyjabær hvetur alla að sækja um óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488 2000 eða jonp@vestmannaeyjar.is.

 


Jafnlaunavottun Learncove