30. mars 2005

Þjóðminjavörður í heimsókn.

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður var i stuttri heimsókn hér í Eyjum í dag, átti fund með bæjarstjóra, formanni og varaformanni MTV og starfsmönnum  fræðslu- og menningarsviðs, skoðaði söfnin og frædd

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður var i stuttri heimsókn hér í Eyjum í dag, átti fund með bæjarstjóra, formanni og varaformanni MTV og starfsmönnum  fræðslu- og menningarsviðs, skoðaði söfnin og fræddist um verkefnið Pompei norðursins, ræddi komu væntanlegs Menningarhúss og ný sóknarfæri.

Þjóðminjavörður hitti þau Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóra, Kristínu Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsfulltrúa , Hlíf Gylfadóttur safnvörð Byggðarsafnsins og forstöðumann safnahúss Nönnu Þóru Áskelsdóttur á morgunfundi og var drepið á margt, margar hugmyndir reyfaðar og hugsanleg samstarfsverkefni nefnd.

Tilgangur þessa morgunfundar var að fara yfir stöðuna hér, skoðasafnamálin í heild sinni og möguleika þeirra, "hugstormunarfundur", ræða möguleika á frekari samstarfi í framtíðinni og hvernig við gætum styrkt stöðu okkar sbr. önnur sveitarfélög s.s. Siglufjörður, Hofsós ofl. staðir.  Væntanlegt Menningarhús bar og á góma og ný sóknarfæri  með tilkomu þess.

Þjóðminjavörður benti á ýmsa góða þætti og atriði, vitnaði í safnastefnuna, fundarmönnum varð tíðrætt um söguna og sérstæða náttúru Eyjanna og óþrjótandi möguleika á þeim vettvangi með tilliti til ferðatengdrar menningarþjónustu.  Hún margundirstrikaði mikilvægi fyrir bæjarfélagið að móta sér markvissa framtíðarstefnu í þessum málaflokki til næstu 10 ára, yki möguleika og tækifæri til að fá fjársterka aðila og ríki til að koma að þessum málum með okkur, og undirstrikaði mikilvægi þáttöku almennings, sem þyrfti að koma af fullum krafti inn í slíka vinnu m.a. með tilliti til húsfriðunar og bæjarlífsins almennt.  Hún hét okkur allri þeirri aðstoð sem hún og starfsmenn stofnunar hennar gætu veitt okkur í slíkri vinnu.

Hádegisfundur var síðan á Café Maríu þar sem málin voru rædd áfram.  Þar voru mættir bæjarstjórinn, Bergur E. Ágústsson, formaður Menningarhússnefndar, Elliði Vignisson, formaður MTV og varaformaðurinn Björn Elíasson og starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs.  Menn héldu áfram umræðum og kom Herjólfsbærinn til tals, sömuleiðis vb. Blátindur, sem þjóðminjavörður taldi best varðveittan með að koma á flot og í notkun.  Skipst var á skoðunum og að loknum hádegisverði fór Kristín Jóhannsdóttir verkefnisstjóri Pompeis norðursins yfir málin og sýndi þjóðminjaverði væntanleg uppgreftrarsvæði.

Bæjarblöðunum var boðið að hitta Margréti ásamt Nönnu forstöumanni og Hlíf safnverði í Landlyst og fara yfir daginn og tilgang og nauðsyn slíkra heimsókna bæði fyrir heimamenn og Þjóðminjasafnið.

Fræðslu og menningarsvið þakkar þjóðminjaverði kærlega komuna og voru menn sammála um nauðsyn og gagnsemi þess að fá utanaðkomandi aðila til að reyfa málin með heimamönnum og auka okkur þar með víðsýni.

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.

 


Jafnlaunavottun Learncove