Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní
Hvetjum alla, sem tök hafa á til að klæðast þjóðbúningi á 17. júní
Nú styttist í þjóðhátíðardag landsins 17. júní. Dagurinn ber að þessu sinni uppá sunnudag, sem gerir hann enn hátíðlegri. Ég hef fengið uppástungur um að gaman væri að sjá sem flesta í þjóðbúningum að þessu sinni. Ég skora hér með á alla, jafnt karla, sem konur, Íslendinga, sem útlendinga að skarta þjóðbúningum sínum á Stakkó og í skrúðgöngunni á 17. júní. Þetta gefur örugglega deginum hátíðlegara yfirbragð og einnig væri sérstaklega skemmtilegt ef einhverjir íbúar eyja af erlendum uppruna mættu í sínum þjóðbúningum. Dagskrá hátíðarinnar verður að öðru leiti hefðbundin. Skrúðganga frá íþróttamiðstöðinni kl. 13.30 og hátíðardagskrá á Stakkó kl. 14.00
Kristín jóhannsdóttir
Menningar- og markaðsfulltrúi