Þakkir vegna goslokahátíðar.
Nú, að aflokinni vel heppnaðri goslokahátíð, þar sem veðurguðirnir ásamt mannfólki léku við hvern sinn fingur, vill menningarmálanefnd Vestmannaeyja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að hátíðin mætti heppnast svo vel.
Vestmannaeyingar höfðu úr mörgu að moða og góð aðsókn var á auglýsta dagskráliði. Yfirlitssýning heiðurslistamanns Vestmannaeyja Ragnars Engilbertssonar hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli og verður hún einnig opinn almenningi um næstu helgi.
Sérstaklega vill nefndin þakka eigendum krónna í Skvísusundi fyrir þann velvilja að ljá krærnar undir hátíðahöldin ár eftir ár án endurgjalds.
Það er ljóst að goslokahátíð skipar orðið stóran sess í hugum fólks. Því endurtekur menningarmálanefnd þakkir sínar til þeirra sem að henni komu á einn eða annan hátt.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar