18. febrúar 2004

Taflfélag Vestmannaeyja, Binni í Gröf og fleiri snillingar

Menningarmálanefnd veitir "björtustu voninni" Taflfélagi Vestmannaeyja viðurkenningu í formi styrkveitingar til áframhaldandi eflingar skáklistarinnar, unglinga- og forvarnarstarfi. Einnig var

Menningarmálanefnd veitir "björtustu voninni" Taflfélagi Vestmannaeyja viðurkenningu í formi styrkveitingar til áframhaldandi eflingar skáklistarinnar, unglinga- og forvarnarstarfi.

Einnig var hljómsveitinni "Dirty Julie" veittur styrkur og er það viðurkenning á starfi því sem unglingar hófu fyrir nokkrum árum undir nafninu ?Allra veðra von" og hefur vakið verðskuldaða athygli.  Frumkvöðlum "Hippahátíðarinnar" var einnig veittur styrkur til auglýsingar og kynningar svo og til að standa straum af kostnaði við uppákomur sem verða víða um bæinn á vegum þeirra. 

Sömuleiðis var ákveðinni fjárupphæð veitt til styrktar kvikmyndagerðar um "Binna í Gröf".  Jafnframt munu söfn Vestmannaeyjabæjar aðstoða og vinna fyrir þá er að myndinni standa og aðstoða á allan mögulegan hátt.

Enn fremur kynnti framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsvið Andrés Sigurvinsson hugmyndir að uppsetningu sýningar, sem opnuð verði í Vélarsal Listaskólans í júní og tileinkuð aflaklónni Benóný Friðrikssýni og aldarafmæli hans og framlagi hans kynslóðar sem og aldarafmæli vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum.  Í undirbúningsnefnd eru þau Kristján Egilsson og Hlíf Gylfadóttir ásamt Andrési Sigurvinssyni.  Vinnuheiti sýningarinnar er "Maður og öngull"

Þrátt fyrir samdrátt og niðurskurðartal vegna bágrar stöðu bæjarsjóðs hefur menningarmálnefnd Vestmannaeyjabæjar ákveðið að veita Taflfélagi Vestmannaeyja styrk að upphæð kr. 250.000 sem er 50 þúsund krónum lægri upphæð en upphafleg starfsáætlun nefndarinnar gerði ráð fyrir og er viðurkenningu fyrir metnaðarfullt og frábært starf undanfarin ár. 

?Taflfélag Vestmannaeyja" hefur allt frá því að það var endurreist árið 1957 verið virkt og haldið uppi starfsemi, mismikilli þó á hverjum tíma.  Skákáhugi hefur ætið verið til staðar í Eyjum, sem sést best á því að allflest börn virðast kunna undirstöðuatriði skákarinnar.

Yfirleitt hefur taflmennskan einskorðast við kjarna manna sem teflt hafa hér í Eyjum sér til gamans, vissulega eru á þessu undantekningar eins og dæmi Helga Ólafssonar stórmeistara sannar, en hann lærði að tefla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja og steig hér sín fyrstu spor á skákbrautinni segir núverandi formaður Taflfélags Vestmannaeyja, Magnús Matthíasson. 

Og áfram heldur formaðurinn:"Fleiri dæmi mætti til telja og nýlegri eins og dæmi Björns Ívars Karlssonar sem í dag er einn allra efnilegasti skákmaður ungu kynslóðarinnar".

"TV hefur verið í gífurlegri sókn á síðustu tveimur til þrem árum.  TV á í dag tvö lið í Íslandsmótinu í skák, eitt í fyrstu deild og annað í þeirri fjórðu, þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins að það teflir í fyrstu deild.  Barma- og unglingastarf hefur verið í miklum blóma síðustu tvo vetur, hafa að meðaltali verið að mæta 40 börn og unglingar á æfingar hjá félaginu, sem heldur úti æfingum tvisvar í viku fyrir þessa hópa. 

TV og árangur þess hefur vakið þó nokkra athygli innan skákhreyfingarinnar, enda er það eina landsbyggðarfélagið, utan Skákfélags Akurreyrar, sem á lið í fyrstu deild.

Við hjá óskum Taflfélagi Vestmannaeyja með árangur liðinna ára og bjartrar framtíðar og þökkum formanni spjallið.

Andrés Sigurvinsson


Jafnlaunavottun Learncove