24. apríl 2004

Tækifæri sjávarútvegsins

Útrásarráðstefna Sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl nk. frá kl. 13:15-17:00 í Salnum, Kópavogi. Ráðstefna

Útrásarráðstefna

Sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl nk. frá kl. 13:15-17:00 í Salnum, Kópavogi. Ráðstefnan ber vinnuheitið "Tækifæri sjávarútvegsins" og mun fjalla um útrásartækifæri greinarinnar. Markmiðið er að ráðstefnan geti varpað skýrari sýn á það hvar og hvernig áherslur greinarinnar eigi að liggja og hvort hið opinbera geti skapað betri umgjörð til að ýta undir frekari sókn.
Ráðstefnunni verður skipt í tvo hluta.

  • Í fyrri hluta kl. 13:15, mun sjávarútvegsráðherra Árna M. Mathiesen setja ráðstefnuna og í kjölfar þess verða haldnir 4-5, 20 mín. fyrirlestrar. Í þessum hluta er ekki síst verið að horfa til reynslu þeirra sem náð hafa árangri í viðskiptum erlendis burt séð frá því í hvaða grein þeir starfa.  Að loknum fyrri hluta ráðstefnunnar verður tekið kaffihlé.
  • Í síðari hluta sem mun hefjast milli kl. 15-15.30 verða pallborðsumræður þar sem aðilar í sjávarútvegi miðla af reynslu sinni af útrásaverkefnum í sjávarútvegi.

Áætlað er að ráðstefnunni ljúki fyrir kl. 17.00
Aðgangur ókeypis.

Skráning sendist til: magneav@hafro.is

Dagskrá
13:00-13:30
Skráning

13:30-13:45
Setning: Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra

13:45-14:00
Tækifæri á fjarlægum slóðum 
Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda

14:00-14:30
Hvaða lærdóm getur sjávarútvegurinn dregið af útrás annarra atvinnugreina?
Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri AREV
Sindri Sindrason, viðskiptafræðingur 

14:30-14:45
Arðsemi eitt, tvö og þrjú
Pétur Einarsson, forstöðumaður fjárfestinga- og alþjóðasviðs Íslandsbanka

14:45-15:00
Margt ber að varast í útrásargleðinni
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar

15:10-15:30
Kaffihlé

15:30-17:00
Pallborðsumræður
Örn Viðar Skúlason, forstjóri SÍF hf.
Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH þjóunustu hf.
Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda hf.
Sighvatur Bjarnason, stjórnarformaður Jekfish í Danmörku

Ráðstefnustjóri: Jón Ásbergsson
Stjórnandi pallborðsumræðna: Guðbrandur Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove