Sýningin "Líf og dauði" í Landlyst.
Sr. Þorvaldur Víðisson opnaði sýninguna formlega. Hlíf Gylfadóttir safnvörður og samstarfsfólk þakkar öllum sem kom að undirbúningi og lánuðu muni s.s. líkkistu ofl.
Sýning Byggðasafns Vestmananeyja í samvinnu við Fræðslu og Menningarsvið Vestmannaeyja, Líf og Dauði var opnuð í Landlyst kl. 16:00 í dag og var vel mætt. . Við opnunina var stutt athöfn sem séra Þorvaldur Víðisson sá um, síðan sungu félagar úr kirkjukór Vestmannaeyja við undirleik Guðmundar H. Guðjónssonar kantors.
Að athöfninni lokinni í Landlyst gafst gestum tækifæri á að sjá heimildarmyndina Corpus Camera, sem sýnd var í Stafkirkjunni. Myndin fjallar m.a. um viðbrögð syrgjendenda og athafnir tengdum jarðarförum.
Bæjarbúar geta barið þessa sýningu næstu helgar og lýkur þessu þema byggðarsafnsins og kirkjunnar í dymbilviku. Nánar auglýst síðar.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.