22. janúar 2005

Sýningin "Líf og dauði" í Landlyst.

Sr. Þorvaldur Víðisson opnaði sýninguna formlega.  Hlíf Gylfadóttir safnvörður og samstarfsfólk þakkar öllum sem kom að undirbúningi og lánuðu muni s.s. líkkistu ofl. Sýning Byggðasafns Vestmanane

Sr. Þorvaldur Víðisson opnaði sýninguna formlega.  Hlíf Gylfadóttir safnvörður og samstarfsfólk þakkar öllum sem kom að undirbúningi og lánuðu muni s.s. líkkistu ofl.

Sýning Byggðasafns Vestmananeyja í samvinnu við Fræðslu og Menningarsvið Vestmannaeyja, Líf og Dauði var opnuð í Landlyst kl. 16:00 í dag og var vel mætt.  . Við opnunina var stutt athöfn sem séra Þorvaldur Víðisson sá um, síðan sungu félagar úr kirkjukór Vestmannaeyja við undirleik Guðmundar H. Guðjónssonar kantors. 

Að athöfninni lokinni í Landlyst gafst  gestum tækifæri á að sjá heimildarmyndina Corpus Camera, sem sýnd var  í Stafkirkjunni.  Myndin fjallar m.a. um viðbrögð syrgjendenda og athafnir tengdum jarðarförum.

Bæjarbúar geta barið þessa sýningu næstu helgar og lýkur þessu þema byggðarsafnsins og kirkjunnar í dymbilviku.  Nánar auglýst síðar.  

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove