Sundlaugin opin fyrir hádegi 17. júní
Sundlaugin í Vestmannaeyjum verður opin fyrir hádegi á þjóðhátíðardaginn 17. júní í ár. Þetta verður í fyrsta skiptið sem þetta er reynt hér
Sundlaugin í Vestmannaeyjum verður opin fyrir hádegi á þjóðhátíðardaginn 17. júní í ár. Þetta verður í fyrsta skiptið sem þetta er reynt hér í Eyjum, en flestar sundlaugar á landinu eru lokaðar á þessum tíma. Með þessu er vonast til að skapa svolitla stemningu í sundlauginni á þjóðhátíðardaginn og vonandi að sem flestir sjái sér fært að taka daginn snemma og skella sér í sund og potta.