Sumarhátíð leikskólanna og leikvallarins
Sameiginleg sumarhátíð barna og starfsfólks á leikskólunum Rauðagerði, Kirkjugerði og Sóla og barna sem sækja leikvöllinn við Miðstræti hefst í dag kl.13:30 með skrúðgöngu þar sem lögreglan verður í fararbroddi frá Barnaskólanum og niður á Stakkó.
Á sumarhátíðinni verður boðið upp á ýmsar leikjastöðvar eins og trambolín, kriket, skíðagöngu, húlahopp, bandastultur, fallhlífar, popp veiði og grillaðar pylsur. Andlitsmálun verður í boði fyrir alla sem vilja og einnig mun unglingahljómsveit á vegum Féló spila með og fyrir krakkana.
Þessi hátíð er árlegur viðburður hér í miðbænum og hefur alltaf tekist sérlega vel. SS pylsur bjóða upp á pylsur með öllu , súkkulaði og sápukúlur og Hlynur í Coke býður upp á svala. Krakkar úr Vinnuskólanum aðstoða okkur við ýmsa vinnu auk margra annarra sem koma að undirbúningi.
Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi
Fræðslu- og menningarsvið Vesttmannaeyja.