Styrkveitingar iðnaðarráðuneytis
- undir merkjum Átaks til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til tvennskonar verkefna:
- Smærri verkefna og verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
- Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins og ætlað er að hafa víðtæk áhrif en eru ekki bundin við afmarkað verk, einstakling eða fyrirtæki.
Umsóknir og fylgigögn
Allar umsóknir skulu færðar á þar til gerð umsóknareyðublöð. Þar skal eftirfarandi koma fram:
- Nafn, kennitala, heimilisfang umsækjanda og samstarfsaðilar.
- Markmið verkefnisins.
- Lýsing á verkefnum, greining á nýnæmi þess og áætlaður árangur (afurð).
- Styrkir og önnur fyrirgreiðsla sem áður hefur verið veitt til verkefnisins.
- Kostnaðaráætlun og tímaáætlun fyrir verkefnið í heild og einstaka áfanga þess og yfirlit um fjármögnun, þ.m.t. hvort sótt er um fjármögnun frá öðrum.
- Áætlanir um sölu eða markaðssetningu.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Impru í s. 570-7267, hjá si@iti.is og á www.impra.is. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2005.
Umsókn skal skilað til:
Impra - nýsköpunarmiðstöð,
Iðntæknistofnun, Keldnaholti, 112 Reykjavík,
Merkt Átak til atvinnusköpunar
Eða á netfangið atak@iti.is