13. mars 2005

Styrkir vegna stuðnings við dönskukennslu

Samkvæmt samningi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um stuðning við dönskukennslu á
Samkvæmt samningi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um stuðning við dönskukennslu á Íslandi leggur menntamálaráðuneyti Íslands árlega fram 5,5 milljónir króna til verkefna, sbr. 4. gr. samningsins:
1. Endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum
2. Námsefnisgerð í dönsku fyrir grunn- og framhaldsskóla
3. Rannsóknir og þróunarstarf á sviði náms og kennslu í dönsku sem erlendu tungumáli
4. Vitundarvakning um mikilvægi dönskukunnáttu fyrir Íslendinga.

Er hér auglýst eftir umsóknum um styrki til að vinna verkefni á fyrrgreindum sviðum. Samstarfsnefnd sem skipuð er fulltrúum beggja landanna metur umsóknir og gerir tillögur um styrkveitingar.

Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyti í síðasta lagi föstudaginn 8. apríl nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og sem jafnframt má nálgast á vef ráðuneytisins. Þar er einnig að finna samning menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur. Nánari upplýsingar veitir María Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneyti, sími 545 9500, netfang: maria.gunnlaugsdottir at mrn.stjr.is.

Menntamálaráðuneytið, 11. mars 2005

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.

 


Jafnlaunavottun Learncove