8. mars 2004

Styrkir til háskólanáms í Danmörku

Stjórnvöld í Danmörku bjóða fram fjóra styrki til handa Íslendingum til háskólanáms í Danmörku skólaárið 2004-2005.  Umsóknarfrestur til 27. mars nk.  
Stjórnvöld í Danmörku bjóða fram fjóra styrki til handa Íslendingum til háskólanáms í Danmörku skólaárið 2004-2005.  Umsóknarfrestur til 27. mars nk.
 
Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskóanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir.  Styrkfjárhæðin er 5.000 d.kr. á mánuði.  Umsóknarfrestur er til 27. mars nk.
 
Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum eyðiblöðum sem þar fást, ásamt nánari upplýsingum.  Umsóknareyðublaðið er einnig hægt að nálgast á vef ráðuneytisins:  menntamalaraduneyti.is
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsvið.

Jafnlaunavottun Learncove