Styrkir til háskólanáms á Ítalíu, í Kína og Tékklandi
Ítölsk stjórnvöld munu væntanlega bjóða fram styrk/styrki handa Íslendingum til háskólanáms á Ítalíu námsárið 2005-2006. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða
Ítölsk stjórnvöld munu væntanlega bjóða fram styrk/styrki handa Íslendingum til háskólanáms á Ítalíu námsárið 2005-2006. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla (að loknu grunnnámi). Einnig kemur til greina að veita styrk til að sækja þriggja mánaða námskeið í ítölsku við Háskólann í Siena eða Perugia. Styrkfjárhæðin nemur um 620 evrum á mánuði. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk.
Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk/styrki handa Íslendingum til náms í kínversku við háskóla í Kína námsárið 2005-2006.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
Einnig er gert ráð fyrir að tékknesk stjórnvöld bjóði fram styrk til átta mánaða námsdvalar við háskóla í Tékklandi skólaárið 2005-2006. Styrkir til skemmri námsdvalar koma einnig til greina þó ekki skemur en til þriggja mánaða.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir ofangreinda umsóknarfresti, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið, 28. janúar 2005.