17. apríl 2005

Stöðlun í upplýsingakerfum - draumsýn eða veruleiki?

Ráðstefna menntamálaráðuneytis um stöðlun upplýsingakerfa í menntun Menntmálaráðuneyti boðar til ráðstefnu um stöðlun í samskiptum á milli ólíkra námsefnis- og skólakerfa. Vinnuhópur um staðla hefur unnið að innleiðingu sta
Ráðstefna menntamálaráðuneytis um stöðlun upplýsingakerfa í menntun

Menntmálaráðuneyti boðar til ráðstefnu um stöðlun í samskiptum á milli ólíkra námsefnis- og skólakerfa. Vinnuhópur um staðla hefur unnið að innleiðingu staðla á þessu sviði. Á ráðstefnunni verður starf hópsins kynnt og gefin innsýn í það sem er að gerast í nágrannalöndum okkar

Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum og kerfisstjórum, hugbúnaðarhúsum og öllum öðrum sem vilja hagnýta sér upplýsingakerfi í menntun.

Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi B, þriðjudaginn 19. apríl kl. 12:15 - 17:00.

Dagskrá:

  • 12:00 Skráning ráðstefnugesta.
  • 12:15 Léttur hádegisverður í Setrinu.
  • 12:45 Setning ráðstefnu: Mikilvægi stöðlunar í upplýsingakerfum.  Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.
  • 13:00 Standardisation and e-learning - where to start - The Norwegian perspective.  Tore Hoel, aðalráðgjafi við Háskólann í Osló og stjórnandi e-Standards verkefnisins í Noregi, fjallar um það sem vel hefur tekist og hvaða lærdóm Íslendingar geta dregið af reynslu Norðmanna.
  • 14:00 Stöðlun í upplýsingakerfum á Íslandi - draumsýn eða veruleiki.  Jóna Pálsdóttir, deildarstjóri á þróunarsviði menntamálaráðuneytis segir frá íslenska staðlaverkefninu og hvers má vænta af því.
  • 14:10 Gullna þrenningin.  Sigrún Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á rannsóknadeild Símans, segir frá starfi þriggja vinnuhópa staðlaverkefnisins: um stjórnendakerfi, nemendakefi og stjórnsýsluupplýsingar og áhrifum sem niðurstöður hafa á stöðlun.
  • 14:30 Kaffihlé
  • 15:00 Interoperability in e-learning.  Mike Collett, Schemata, formaður staðlahóps breska staðlaráðsins um stöðlun í e-learning og einnig Evrópunefndar um sama málefni fjallar um vandann við að tengja saman fjölbreytt úrval náms- og skólakerfa.
  • 16:00 Innleiðing staðla hjá LHÍ.  Einar Bergmundur, forstöðumaður tölvusviðs Listaháskóla Íslands segir frá reynslu LHÍ af innleiðingu nýs kerfis og hvernig stöðlun getur skapað traustara umhverfi.
  • 16:30 Samantekt og umræður
  • 17:00 Ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri: Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar.

Bóka skal þátttöku í síma 520 9000 eða með tölvupósti bokanir@tv.is eigi síðar en 18. apríl kl. 16:00. Þátttökugjald er 2.500 og innifelur léttan hádegisverð og kaffi.

Nánari upplýsingar er að finna á stadlar.menntagatt.is.

Menntamálaráðuneytið, 13. apríl 2005 ..

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja. 

 


Jafnlaunavottun Learncove