22. apríl 2005

Stelpukvöld í Féló

Strákum verður bannaður aðgangur til kl. 22:00 og þá verður opið hús til kl. 23:30 eins og venjan er á föstudögum. Jóhann Guðmundsson Féló hafði samband og sagði að nú væri búið að blása til h

Strákum verður bannaður aðgangur til kl. 22:00 og þá verður opið hús til kl. 23:30 eins og venjan er á föstudögum.

Jóhann Guðmundsson Féló hafði samband og sagði að nú væri búið að blása til heljar stelpukvölds í kvöld og eru allar stelpur velkomnar.  Hér að neðan er auglýsingin eins og hún birtist um allan bæ og í skólunum og íþróttamiðstöð.

Næstkomandi föstudagskvöld verður STELPUKVÖLD í Féló kl. 20:00. Við ætlum að hittast og spjalla um það sem stelpum liggur á hjarta. Hjúkrunarfræðingur, snyrtifræðingur, einkaþjálfari og félagsráðgjafi munu mæta á svæðið ásamt starfsfólki Féló og svara spurningum ykkar. Það má setja líka setja spurningar í hugmyndakassann okkar við skrifstofuna.

Strákum verður bannaður aðgangur til kl. 22:00 og þá verður opið hús til kl. 23:30 eins og venjan er á föstudögum.

 

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja


Jafnlaunavottun Learncove