Stefna í sorpmálum samþykkt
Stefna í sorpmálum samþykkt
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 24. nóvember 2004 voru samþykktar tillögur að stefnumörkun í
Stefna í sorpmálum samþykkt
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 24. nóvember 2004 voru samþykktar tillögur að stefnumörkun í sorpmálum Vestmannaeyja.
Almennt markmið
- Draga úr úrgangi
- Valda sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið vegna meðhöndlunar úrgangs
- Bæta skráningu og flokkun á úrgangi
- Auka endurnotkun og endurnýtingu
- Tryggja viðeigandi förgun spilliefna
- Lágmarka kostnað sem hlýst af vegna meðhöndlunar úrgangs
Markmið varðandi brennslu
- lágmarka mengun vegna brennslu eins og kostur er
- auka hagkvæmni brennslunnar
Markmið varðandi urðun
- lágmarka það magn sem fer til urðunar
- flokka úrgang betur og setja einungis þann úrgang í urðun sem ekki er unnt að farga á annan hátt.
- Lágmarka sjónræn áhrif urðunar
- Ná aukinni hagkvæmni með urðuninni og betri nýtingu á urðunarstaðnum
- Skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar
Leiðir til að ná markmiðum
Leiðir til að ná almennum markmiðum
- Draga úr úrgangi
- Auka umhverfisvitund hjá fólki
- Stofna visthópa (dæmi Vistvernd í verki)
- Um möguleika á endurnotkun og endurnýtingu úrgangs
- Valda sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið vegna meðhöndlunar úrgangs
- Draga úr mengun með mengunarvarnarbúnaði
- Lágmarka neikvæð heildaráhrif á umhverfið (samþættar mengunarvarnir).
- Bæta skráningu og flokkun á úrgangi
- Setja upp vigt og kortalesara
- Flokkun má bæta með því að koma upp hagrænum hvötum eins og nýrri gjaldskrá.
- Auka endurnotkun og endurnýtingu
- upplýsa almenning um möguleika á endurnotkun og endurnýtingu úrgangs sem sorpeyðingarstöðin getur tekið á móti. Vinna skal markvisst að nýtingu úrgangs, t.d. með endurnotkun, orkuvinnslu, endurvinnslu og jarðgerð. Undir þetta fellur t.d. lífrænn úrgangur, svo sem matarleifar, pappír, garðaúrgangur, timbur og sláturhúsaúrgangur, umbúðaúrgangur, dekk og brotamálmar.
- Tryggja viðeigandi förgun spilliefna
- Endurnýja samninga við endurvinnsluaðila
- Lágmarka kostnað sem hlýst af vegna meðhöndlunar úrgangs
- Auka skilvirkni og sjálfvirkni í móttöku og skráningu úrgangs
- Setja gjald fyrir förgun á brotajárni og því sem fer til endurvinnslu
- Breyta opnunartíma móttökustöðvar
Leiðir til að ná markmiðum varðandi brennslu
- lágmarka mengun vegna brennslu eins og kostur er
- setja upp pokasíu búnað
- auka hagkvæmni brennslunnar
- skoða hvað kurlarar geta gert til að flýta fyrir vinnslu
- finna leiðir til þess að ná meiri orku úr brennslunni
- leira upp ofninn
- efla fyrirbyggjandi viðhald
Leiðir til að ná markmiðum varðandi urðun
- flokka úrgang betur og setja einungis þann úrgang í urðun sem ekki er unnt að farga á annan hátt.
- lágmarka það magn sem fer til urðunar
- ekki má urða
- Dýrahræ og smitandi úrgang
- Fljótandi úrgang
- Hjólbarða
- Brotajárn
- Lágmarka skal jarðefni til urðunar
- Hvetja til endurnýtingar á jarðefnum
- Þetta má gera með því að koma upp efnistökugjaldi
- Lágmarka sjónræn áhrif urðunar
- Vinna á litlum svæðum í einu og ganga frá eins og kostur er jafnóðum
- Ná aukinni hagkvæmni með urðuninni og betri nýtingu á urðunarstaðnum
- Vinna á afmörkuðum svæðum hverju sinni
- Minnka magn til urðunar