Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar athugið
Vestmannaeyjabær veitir námsstyrki til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem stunda a) fjarnám til leikskóla- grunnskóla eða tónlistarkennaraprófs, þroskaþjálfaprófs, prófs í hjúkrunarfræðum á háskólastigi, prófs í tómstunda og félagsm
Vestmannaeyjabær veitir námsstyrki til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem stunda a) fjarnám til leikskóla- grunnskóla eða tónlistarkennaraprófs, þroskaþjálfaprófs, prófs í hjúkrunarfræðum á háskólastigi, prófs í tómstunda og félagsmálafræðum á háskóalstigi eða b) fjarnám innan fyrrgreindra starfsstétta í viðurkenndu framhaldsnámi á háskólastigi sem nýtist þeim í starfi við stofnanir sem reknar eru af bæjarfélaginu. Sækja þarf um styrkina til fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja fyrir hverja önn og er umsóknarfrestur vegna haustannar til 1. september 2005.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um styrkina liggja frammi í afgreiðslu Ráðhússins. Einnig má nálgast þau á hér á vef Vestmannaeyjabæjar.