Starfsmaður óskast í stuðningsþjónustu
Hlutverk stuðningsþjónustu er að aðstoða þjónustuþega sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og eða til að rjúfa félagslega einangrun.
Starfshlutfall er 70% og vinnutími er alla virka daga frá kl 9-16.
Helstu verkefni
- Veita aðstoð við almennt heimilishald
- Aðstoða með innkaup
- Veita félagslegan stuðning
- Aðstoð með persónulega umhirðu og önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starfslýsingu starfsmanns í stuðningsþjónustu.
Hæfniskröfur
- Hafa áhuga á að vinna með fólki
- Vera stundvís og samviskusamur
- Eiga gott með mannleg samskipti
____________________________________________________________________________
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15 september nk. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri stuðningsþjónustu í síma 488-2607 eða á netfanginu kolla@vestmannaeyjar.is eða Thelma@vestmannaeyjar.is
Umsóknarfrestur er til og með 31 ágúst 2024.