7. febrúar 2024

Starfsmaður óskast á Víkina leikskóladeild GRV

Starfsmaður í síþrif/ræstingu ásamt starfi inni á deild, 70-100% starf.

Starfskraftur í síþrif/ræstingu sinnir alhliða þrifum í skólanum samkvæmt gróflegri áætlun sem unnin er í samstarfi leikskólastjóra og starfskraftsins. Starfshlutfall er 70 % í þrifum, en möguleiki er á 30% starfi inni á deild. Vinnutími fyrir 100% starf væri frá 9-17.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Megin verkefni:

 

 •  Þrif á deildum daglega (eftir starfslýsingu).
 • Aðstoðar við matarvagna í kaffitímum.
 • Aðstoð á deildum.
 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
 • Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.

 

Menntunar og hæfnikröfur:

 

 • Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum.
 • Þarf að geta sýnt frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
 • Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 Umsóknir skulu berast með tölvupósti á annaros@grv.is.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningar.

Nánari upplýsingar um helstu verkefni og ábyrgð veitir aðstoðarleikskólastjóri Guðrún S. Þorsteinsdóttir gudrun@grv.is eða Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri annaros@grv.is.