Starfsmaður í íþróttamiðstöð/ Sundlaugarvörður
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja auglýsir eftir starfsmanni
Vilt þú vinna á skemmtilegum og líflegum vinnustað?
Um er að ræða 50% starfshlutfall í vaktavinnu þar sem unnið er á kvöldin á virkum dögum og aðra hverja helgi. Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar leitast við að veita viðskiptavinum, nemendum, iðkendum og öðrum hópum sem koma í íþróttamannvirki (Íþróttamiðstöð, Herjólfshöll og Týsheimili) Vestmannaeyjabæjar frábæra þjónustu þar sem áhersla er lögð á öryggi.
Helstu verkefni:
- Þrif á sölum og klefum
- Eftirlit með búnaði
- Frágangur á æfingabúnaði
- Undirbúningur fyrir viðburði í húsinu
- Þjónusta við viðskiptavini, skólabörn, kennara, þjálfara og gesti
Hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
- Krafa um gilt hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öriggy á sundstöðum. Boðið er upp á námskeið fyrir alla starfsmenn við upphaf ráðningar.
- Hreint sakavottorð skv. æskulýðslögum nr. 70/2007
- Gerð er krafa um ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Samviksusemi, sundvísi og jákvæðni
- Sjálfstæð vinnubrögð
____________________________________________________________________________
Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2025.
Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá Hákoni Helga Bjarnasyni forstöðumanni í síma 488 2401 eða í tölvupósti á hakon@vestmannaeyjar.is. Umsókn skulu sendast merkt viðkomandi starfi sem sótt er um, ásamt ferilskrá.
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda. Vakin er athygli á því að Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umóknum verður svarða þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.