Lengd viðverð fyrir 10-18 ára
Fjölskyldu- og fræðslusvið auglýsir lausar umsóknir í tímavinnnu
Fjölskyldu- og fræðslusvið auglýsir lausar umsóknir í tímavinnnu frístundaleiðbeinanda í lengda viðveru  10-18 ára barna og ungmenna með fatlanir skólaárið 2025-2026. 
Vinnutími er eftir hádegi virka daga, eftir að skóla lýkur. Þegar vetrarfrí er í skólanum, á skipulagsdögum og á foreldraviðtalsdögum er lengd viðvera þá daga.
Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku. Starfið felst í að veita börnum og ungmennum með stuðningsþörf innihaldsríkt tómstunda- og frístundastarf þar sem félagsleg þátttaka, leikur og heilbrigði er í forgrunni. Nemendum er veitt einstaklingsmiðuð þjónusta í öruggu umhverfi. Lengd viðvera barna með fatlanir er staðsett í Félagsmiðstöðinni við Strandveg 50.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi æskileg
 - Reynsla af starfi með fötluðum er kostur.
 - Áhugi og ánægja af starfi með börnum og ungmennum
 - Dugnaður, jákvæðni, sveigjanleiki og ábyrgðarkennd.
 - Frumkvæði í starfi, faglegur metnaður og sköpunargleði
 - Góð færni í íslensku æskileg
 - Viðkomandi þarf að hafa náð 19 ára aldri og hafa hreint sakavottorð
 
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundastarfi og styðja við börn og ungmenni með fatlanir við ýmis þroskandi verkefni
 - Samráð og samvinna við börn og ungmenni, forráðamenn, starfsfólk og aðra sem koma að starfi frístundaþjónustunnar
 - Gefa einstaklingunum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
 
____________________________________________________________________________Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar um starfið má nálgast hjá Eyrúnu eyrunharalds@vestmannaeyjar.is. eða Helgu Sigrúnu helgasigrun@vestmannaeyjar.is. með tölvupósti eða í síma 488-2000.
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf auk meðmæla. Einnig er krafa um að umsókn fylgi kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið.
Sá sem verður ráðin/nn í starfið verður að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og Stavey/Drífanda. Vakin er athygli á því að Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

