28. nóvember 2023

Starfsfólk óskast í Grunnskóla Vestmannaeyja

Annars vegar í frístundaveri í Hamarsskóla og afleysing skólaliða í GRV

Afleysing, Frístundaleiðbeinandi

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í afleysingar, viðkomandi þarf að geta komið til vinnu eftir þörfum og oft með litlum fyrirvara. Möguleiki á fastri afleysingu allan desember.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf 29. nóvember eða eftir frekara samkomulagi.  

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Frístundarverið er staðsett í Hamarsskóla og er starfrækt eftir hádegi alla virka skóladaga frá því að skóla lýkur og til 16:30. Einnig er opið á Frístund flesta daga þegar skólinn er lokaður frá 07:45-16:30.

 Helstu verkefni:

  • Vinna með börnum
  • Almenn umönnun barna
  • Fylgd á íþróttaæfingar
  • Hjálpar til að móta og framvæma dagskrá
  • Aðstoð við síðdegishressingu

Afleysing skólaliða, tímavinna. Barna –og Hamarsskóla:

Þessi staða sem um ræðir er afleysing, viðkomandi þarf að geta komið til vinnu eftir þörfum og oft með litlum fyrirvara. Afleysing getur verið bæði i Barna –og Hamarsskóla. Möguleiki á fastri stöðu eftir áramót.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf 29. nóvember eða eftir frekara samkomulagi.

Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.

Áhugi og reynsla á að vinna með börnum og reynsla við ræstingarstörf er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.

____________________________________________________________________________

Umsókn og nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós skólastjóri GRV. Umsókn sendist á annaros@grv.is  Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Umsókn skal fylgja ferilskrá og rökstuðningur afhverju viðkomandi sækist eftir starfinu.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stavey eða Drífanda stéttarfélags.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2023. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.


Jafnlaunavottun Learncove