9. janúar 2004

Starfsemi slökkviliðsins árið 2003

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út í alls 7 skipti á árinu 2003. Í fjórum tilfellum var kallað út í íbúðarhús og einu sinni í Fiskimjölverksmiðju Vinnslustöðvarinnar. Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út í alls 7 skipti á árinu 2003. Í fjórum tilfellum var kallað út í íbúðarhús og einu sinni í Fiskimjölverksmiðju Vinnslustöðvarinnar. Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem vegna elds í ruslagámum og fleira.

Æfingar liðsins á árinu voru 28 talsins auk þess sem slökkviliðsmenn tóku þátt í þriggja daga bóklegri og verklegri Flugslysaæfingu hér í Eyjum í samvinnu við Björgunarfélag Vestmannaeyja, lögreglu, starfsmenn flugvallar, Rauðakrossdeild Vestmannaeyja ásamt fleirum.

Þá kom Brunamálaskólinn með þriggja daga námskeið í reykköfun, notkun froðu, skyndihjálp, meðferð eiturefna og fleira. Slökkviliðið hefur hjálpað til við slökkviæfingar starfsfólks hjá 6 stofnunum.

Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í Eldvarnarviku Landsambands slökkviliðsmanna í byrjun desember og heimsóttu þá öll 8 ára börn úr grunnskólunum slökkvistöðina. Þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnunum færðar gjafir bæði frá slökkviliðinu og Lionsklúbb Vestmannaeyja.

Þann 16. september síðastliðinn varð foringinn okkar Elías Baldvinsson Slökkviliðsstjóri bráðkvaddur 65 ára gamall, hann hóf störf hjá Slökkviliði Vestmannaeyja árið 1960.

Er Adda þakkað fórnfúst starf hjá Slökkviliði Vestmannaeyja, blessuð sé minning hans.

Vestmannaeyjum, 6. janúar 2003
Ragnar Baldvinsson
slökkviliðsstjóri


Jafnlaunavottun Learncove