Starf vélstjóra hjá Vestmannaeyjahöfn laust til umsóknar
Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf vélstjóra laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf sem er unnið í dagvinnu og á bakvöktum. Starfið er laust frá og með 1. maí.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Vélstjóri ber ábyrgð á rekstri vélbúnaðar hafnsögu- og vinnubáts Vestmannaeyjahafnar.
- Að bátar séu tilbúnir til notkunar þegar á þarf að halda.
- Skipuleggur viðhaldsverkefni í samstarfi við skipstjóra og hafnarstjóra.
- Ber ábyrgð á skilvirkni notkun fjármuna sem ætlaðir eru í þessi verkefni.
- Sinnir almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar og þess búnaðar sem fylgir starfsemi Vestmannaeyjahafnar.
- Sinnir hafnarvernd.
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.
Helstu verkefni sem unnin eru á hafnsögubát:
- Hafnsaga, aðstoð við skip og báta.
- Ýmis hafnar- og dráttaþjónusta.
- Björgunarstörf innan hafnar og út á rúmsjó.
- Mengunarvarnir innan hafnar og út á rúmsjó.
Menntun og reynsla:
- Vélstjóraréttindi VS I
- Slysavarnarskóli sjómanna
Aðrar hæfniskröfur:
- Samskiptahæfni, lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
- Fullnægjandi heilbrigðisvottorð.
____________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 891-8011 eða netfangið dora@vestmannaeyjar.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Vestmannaeyjahöfn hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á netfangið dora@vestmannaeyjar.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er 10. apríl nk.