26. apríl 2024

Starf skrifstofufulltrúa hjá Vestmannaeyjahöfn laust til umsóknar

Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf skrifstofumanns laust til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 6 mánaða og 50-70% starfshlutfall. Starfið er laust frá og með 15. maí.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Þjónusta við viðskiptavinir hafnarinnar s.s. skrá og samþykkja skipakomur og svara fyrirspurnum.
  • Skráningar vegna reikningsfærslu fyrir skipagjöldum, vörugjöldum, þjónustu hafnarinnar og annað sem tilheyrir reikningagerð.
  • Sinnir hafnarvernd ásamt öðrum starfsmönnum.
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.

Menntun og reynsla:

  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun.
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Tölvukunnátta.

Aðrar hæfniskröfur:

  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð

____________________________________________________________________________

 Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 891-8011 eða netfangið dora@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Vestmannaeyjahöfn hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu berast með tölvupósti á netfangið dora@vestmannaeyjar.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er 10. maí nk.