14. nóvember 2022

Starf hafnarvarðar laust til umsóknar

Vestmannaeyjahöfn auglýsir starf hafnarvarðar laust til umsóknar. 

Um er að ræða fullt starf sem er unnið á vöktum og á bakvöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Hafnarvörður sinnir meðal annars hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar.

Menntun og reynsla:

· Bílpróf

· Skipstjórnarréttindi B (2. stig) er kostur

· Vigtunar- og hafnargæsluréttindi er kostur

· Lyftarapróf er kostur

Aðrar hæfniskröfur:

· Samskiptahæfni, lipurð og færni í mannlegum samskiptum

· Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni

· Góð íslenskukunnátta

· Enskukunnátta er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra Björk, hafnarstjóri, í síma 488-2545 eða í gegnum netfangið: dora@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama til þess að sækja um starfið óháð kyni.

Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum skal fylgja umsókn. Skila skal umsókn á netfangið dora@vestmannaeyjar.is og merkja „Umsókn“. Einnig er hægt að skila umsóknum á Skildingaveg 5, 900 Vestmannaeyjum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er 2. desember nk.