Starf á Skóladagheimilinu laust til umsóknar
Laus er 50 % staða aðstoðarmanns á Skóladagheimilinu við Brekastíg. Ráðningartíminn er 15. ágúst 2005 til 15. júní 2006 og er vinnutíminn aðallega eftir hádegi. Uppeldismenntun eða reynsla af uppeldisstörfum æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Umsóknareyðublöð fást í þjónustuveri Ráðhússins og umsóknum skal skila á sama stað. Nánari upplýsingar fást hjá Indu Mary Friðþjófsdóttur umsjónarmanns skóladagheimilisins í síma 863-3949 eða hjá Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa í síma 488-2000.
Umsóknir um skóladagheimilisplássSkóladagheimilið tekur til starfa í haust um leið og skólarnir byrja og verður opið eftir hádegið alla skóladaga. Tekið verður við umsóknum í þjónustuveri Ráðhússins. Vakin er athygli á því að vegna takmarkaðs rýmis verða umsóknir fyrir 6 ára börnin látnar ganga fyrir.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.