17. júlí 2004

Stakkstæði við Olnboga - Olnbogadraugurinn

Verkinu hefur miðað vel áfram, og er það nú smám saman að taka á sig upprunalegu mynd. Eins og menn eflaust muna var byrjað á sérstöku átaksverkefni á vegum bæjarins við endurgerð stakkstæðis við Olnbo

Verkinu hefur miðað vel áfram, og er það nú smám saman að taka á sig upprunalegu mynd.

Eins og menn eflaust muna var byrjað á sérstöku átaksverkefni á vegum bæjarins við endurgerð stakkstæðis við Olnboga. Stakkstæði voru fram yfir miðja síðustu öld mjög áberandi í Vestmannaeyjum, grjótreitir þar sem saltfiskur var sólþurrkaður á sumrin. Nær öll stakkstæðin hurfu síðan undir mannvirki og götur eftir að aðrar verkunaraðferðir voru teknar upp. 

Það var Hávarður Sigurðsson fv. starfsmaður Áhaldahússins sem benti á að gamalt stakkstæði væri undir jarðvegslagi við Olnboga. Ætlunin er að koma því í sem næst upprunalegt ástand og þarf ekki að orðlengja mikilvægi þess að varðveita jafn veigamikinn þátt úr atvinnusögunni og stakkstæðin voru.  Þetta leiðir af sér spurninguna hvað eigum við almennar og góðar heimildir um atvinnusögu okkar Vestmannaeyinga.  Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa og búa yfir mikilvægri vitneskju varðandi óskráðar heimildir er tengjast sögu okkar og þróun að koma með ábendingar þar um til fræðslu-og menningarsviðs.  Við þurfum að vera vakandi að safna slíku efni saman og koma í varanlegan búning komandi kynslóðum til fróðleiks og okkar samtíma til hvatningar að halda merki liðinna kynslóða á lofti og halda áfram í anda þeirra.

Ef sá glöggi maður, Hávarður Sigurðsson hefði ekki benti menningarmálanefnd á það að gamalt stakkstæði væri undir jarðvegslagi við Olnboga væri það enn hulið jarðvegi og gleymsku.  Hávarður segir að þetta stakkstæði hafi verið lítið en sérlega fallegt og ekki skemmir fyrir að nánasta umhverfi þess er sögulegt þar sem þekktasti draugur Eyjanna, Olnbogadraugurinn, á sína sögu þar. Hafi Hávarður bestu þökk fyrir ábendinguna.

Þeir sem hafa unnið við stakkstæðið í sumar hafa verið einstaklega natnir og samviskusamir við uppgröftinn, gætt þess að allt kæmi sem uppruna- og heillegast undan jarðveginum.

Fræðslu og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove