26. apríl 2004

Stafganga / Nordic Walking

Sunnudaginn 2. maí verður kynning á stafgöngu í Eyjum Hvað er stafganga? Stafganga er einföld og áhrifarík aðferð til að komast í gott form. Stafganga eða Nordic walking á r
Sunnudaginn 2. maí verður kynning á stafgöngu í Eyjum

Hvað er stafganga? Stafganga er einföld og áhrifarík aðferð til að komast í gott form.

Stafganga eða Nordic walking á rætur sínar að rekja til Finnlands.  Þjálfarar gönguskíðamanna létu þá ganga með stafina á sumrin, til að halda efri hluta líkamans í þjálfun.  Ganga er okkur eðlileg og því rösklegar sem við göngum, þeim mun fleiri hitaeiningum brennum við.  Ef þig langar til að losna við nokkur kíló er gott að vita að þú brennir jafn mörgum hitaeiningum á hvern kílómetra við stafgöngu og þegar þú hleypur.  Stafganga þjálfar alla stærstu vöðva líkamans en fyrst og fremst þann vöðva sem er mikilvægastur - hjartað.  Með því að nota stafi við gönguna virkjast vöðvar efri hluta líkamans meira en í venjulegri göngu.   Allt sem þarf til að stunda stafgöngu eru góðir skór og sérhannaðir stafir í réttri hæð.  Þú getur æft hvar sem er og hvenær sem er. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um stafgöngu á isisport.is

Kynningin hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 13.00, verði flug.  En annars færist kynningin til kl. 15.30.  Skráning fer fram í Íþróttahúsinu í síma 4812401, aðeins 23 komast að í hóp.  Verð 750 kr. á einstakling. 

Íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyjabæjar

 

 

 


Jafnlaunavottun Learncove